Skyndihjálp getur stuðlað að því að þiggjandi hjálparinnar nái góðum bata.

Enginn ætti að vera hræddur við að veita skyndihjálp. Skyndihjálp er undantekningalítið betri en engin hjálp jafnvel þótt útkoman verði ekki alltaf sú sem við vonuðumst eftir. 

Skyndihjálp – mat á lífsmörkum

Mat á lífsmörkum er sá þáttur sem við hugum fyrst að. Andar einstaklingurinn?

  • Ef þá leggja hann í læsta hliðarlegu og hringja í 112 ef með þarf. 
  • Ef nei, þá hringja í 112 og hefja hjartahnoð.

Mat á lífsmörkum fela meðal annars í sér að kanna hvort viðkomandi sé:

  • með meðvitund
  • hvort blæði úr honum
  • hvort hann geti talað

Mat er einnig lagt á andlegt ástand viðkomandi.

Hjartsláttur er nauðsynlegur til þess að tryggja nægilegt súrefnisstreymi til heilans og vefja líkamans.

Skyndihjálp – púlsinn – er hjartað að slá

Heilbrigðir fullorðnir eru alla jafna með á milli 60 og 100 slög á mínútu í hvíld en vel þjálfaðir íþróttamenn geta verið með lægri hjartslátt í hvíld.

Púls getur verið hærri hjá einstaklingum sem hafa lent í streituvaldandi aðstæðum eins og slysum.

Skyndihjálp – virkni öndunarfæra

Þar sem líkaminn getur aðeins lifað í nokkrar mínútur án súrefnis án þess að varanlegar skemmdir verði er mikilvægt að athuga virkni öndunarfæra.

Þetta gerir þú með því að horfa á brjóstkassa viðkomandi. Ef það er ógerningur þá má fylgjast með kviði og öxlum. Fullorðinn einstaklingur andar á milli 12-18 sinnum á mínútu í hvíld. Mikilvægt er að tryggja góða öndun. Hrygglandi andardráttur er merki um að öndun sé skert. 

Skyndihjálp – litarhaft

Húðin er eitt stærsta líffæri líkamans. Litur húðar, hiti og rakabreyting geta verið merki um skert blóðflæði til líffæra.

Litarhaft manna er með þeim hætti að erfitt getur verið að skera úr um hvort það sé eðlilegt eða ekki. Það er helst að sjá hvort eðlilegt litarhaft er þegar þú dregur út neðri vörina á viðkomandi og innra lagið er bleikt.

Ef liturinn er fölur eða blár þá er það merki um súrefnisskorts. Ef liturinn er mjög rauður eða heitur þá er möguleiki á að innvortis meiðsli séu til staðar.

Hitastig húðar og rakastig er best að finna á kviði.

Andlegt ástand

Við mat á andlegu ástandi er gott að spyrja eftirfarandi spurninga:

  • Hvað heitir þú?
  • Hvar erum við?
  • Veistu svona um það bil hvað klukkan er?
  • Hvað gerðist?

Er viðkomandi vel áttaður?  Getur hann tjáð sig? Finnur hann fyrir sársauka ef þú t.d. klípur hann? Eða svarar hann engu?

Frummat á þessum þáttum geta hjálpað fagaðilum til þess að meta ástand viðkomandi og flýtt fyrir viðeigandi meðferð.

Ef sjúklingurinn er við meðvitund er einnig gott að spyrja hann um hans nánustu og hvort hann taki einhver lyf og þá hvaða lyf.

Mjög gott er að nýta sér tæknina og taka upp samtalið á síma. Ef ástandið leiðir til meðvitundarleysis síðar, þá eru þetta upplýsingar sem hægt er að láta fagaðila fá.

Kafara er alltaf gefið 100% súrefni með flæði 15 lítrum á mínútu ef grunur leikur á að köfunarveiki sé til staðar eða geti komið til.

Skyndihjálp og upplýsingagjöf

Höfum alltaf í huga að upplýsingum sem fást á slysstað á aldrei að dreifa til blaðamanna eða óviðkomandi aðila.

Ef við aðstoðum á slysstað er mikilvægt að minna sig á að draga engar ályktanir. Greina einungis frá staðreyndum. Því sem við sáum og ekki vera með neinar getgátur. Berum virðingu fyrir kringumstæðum.

Um leið og við komum heim er gott að skrifa niður hver aðkoma okkar var að atburðinumSlík greinargerð getur komið að notum síðar fyrir fagaðila eða dómstóla. 

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad

Leave a comment