Loftnotkun í köfun er oft mikil hjá nýliðum. Streita og flotjafnvægi eru þættir sem spila þar inn í.

Við meiri reynslu og betra flotjafnvægi fer loftnotkun að batna. Þá fer minni orka og minna loft í að stilla af galla og/eða flotvesti. Steita minnkar eftir því sem nýliðinn nær betri tökum á sportinu. 

Eftir 15- 20 kafanir fer loftnotkun oft að batna sem um munar. 

Straumlínulaga

Til að draga enn meira úr loftnotkun þarf að huga að því að straumlínulaga bæði búnað og sjálfan sig í köfuninni.

Það dregur úr orku að fljóta viðstöðulítið í gegnum sjóinn/vatnið. Með straumlínulögun fer minni orka í fótsundtökin og með minni orku þá dregur úr andardrættinum. 

Búnaður sem er straumlínulaga og fylgihlutum sem komið er haganlega fyrir er síður hætt á að dragast í botni eða festast við gróður og valda vandræðum. Auk þess er gott að hafa alla hluti á sínum stað.

Fótsundtök

Kafarar geta sparað orkuna enn meira með því að synda með “frog kick” (bringusundsfótatökum)  í staðin fyrir að nota “flutter kick” (skriðsundsfótatök).

Ef flotjöfnun er vandamálið þá er gott að fara í rólega köfun þar sem lögð er áhersla á flotið. Nota ímyndunaraflið og sjá fyrirsér hvernig hægt er að ná fullkomnu floti. 

Mörgum finnst gott að ímynda sér að þeir séu skata sem hreyfir sig rólega og yfirvegað. Ávinningurinn er afslappaðri köfun. Róleg öndun og glæsilegar hreyfingar í vatninu.

Að vera í góðu líkamlegu formi er ávinningur þar sem þú notar minna af lofti þegar þú ert í góðu formi.

Konur nota minna af lofti en karlar. Þetta stafar fyrst og fremst af því að konur eru alla jafna með minni lungu og minni vöðva. Það eitt krefst minna lofts.

Hafið ekki áhyggjur af loftnotkun í fyrstu köfununum. Munið að það þarf að æfa sig til þess að ná hæfni og með hæfni minnkar loftnotkun. Ef flotjafnvægi er áframhaldandi vandamál má alltaf skella sér á PADI Peak Performance Buoyancy námskeið.

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad