Köfunarveiki er flókið fyrirbæri.  Köfunarveiki er yfirheiti á margskonar viðbrögðum líkamans sem geta komið fram við að anda að sér lofti undir þrýstingi.

Í þessar grein verður reynt að útskýra köfunarveiki í einfaldri mynd.

Það eru ekki miklar líkur á að kafarar sem stunda sportköfun og kafa “innan rammans” fái köfunarveiki. Köfunartölvan er ramminn. Hún segir til um hámarks dýpt og lengd köfunar. 

Í fræðunum er gerður greinarmunur á köfunarveiki 1 (Decompression Illness-DCI ) og köfunarveiki 2 (Decompression Sickness).

Þegar talað er um köfunarveiki 1, er átt við:

  • köfunartengda lungnasjúkdóma
  • alvarlegri þrýstingsskemmdir svo sem lungnarof
  • taugaskemmdir

Koma oftast fram innan 5 mínútna frá köfun.

Þegar talað er um köfunarveiki 2 er átt við:

  • of mikla gasuppsöfnun í líkamanum. 

Kemur fram 15 mín til 12 tímum eftir köfun.  

Það getur getur liðið lengri tími frá köfun til fyrstu einkenna.

Í okkar huga er óþarfi að flækja þetta og því tölum við bara um köfunarveiki.

En hvers vegna getum við fengið köfunarveiki?

Þegar við köfum þá öndum við að okkur venjulegu lofti. Loftið er samansett að mestu leyti úr nitri (N2)  og súrefni (O2). Notað erlenda heitið nitrogen á N2 í þessari grein þar sem hún styður við námsefni PADI sem er á ensku. 

Í köfun er nægilega nákvæmt að segja að loftið samanstandi af 79% nitri og 21% af súrefni. Argon, koltvísýringur og önnur efni í minna mæli skipta ekki máli í þessu samhengi.  

Þegar við öndum að okkur lofti undir þrýstingi þá getum við ekki losað okkur við nitrogen (nitur) hlutann þegar við öndum frá okkur. Við losum okkur hins vegar við súrefnishlutann. Nitrogen byrjar að safnast upp í líkamanum.

Hversu fljótt hann safnast upp fer bæði eftir tíma og eftir dýpi.

Þetta þýðir að ef kafari er á miklu dýpi safnast mikið nitrogen í líkamann.

Þetta þýðir líka að ef kafarinn er lengi í kafi jafnvel á litlu dýpi þá safnast mikið nitrogen í líkamann. 

Þessar umframbirgðir af nitrogeni safnast saman í vefjum líkamans og geta myndað loftbólur í eða eftir köfun ef  “afgösun” (decompression) er ekki nægileg á leiðinni upp á yfirborð.

Afgösun fer fram í uppstiginu (ascent).  Kafarinn lærir að fara hægt og rólega upp á yfirborð og taka öryggisstopp til þess að draga úr líkum á köfunarveiki.

Helstu einkenni köfunarveiki: 

  • verkir í útlimum og liðamótum
  • loftbólur undir húð
  • náladofi eða doði
  • lömun
  • svimi
  • sjokk
  • erfiðleikar með öndun
  • er veikburða
  • getur fallið í yfirlið
  • getur jafnvel dáið. 

Köfunarveiki getur átt sér stað ef loft lokast inni í rýmum líkamans. Þetta á til dæmis við ef kafari heldur í sér andardrættinum á leið upp á yfirborð. Þá þenst loftið út á leiðinni upp og lungnarof getur myndast. 

Innilokað loft í lungnablöðrum getur leitt til lungnaþans eða að lungnablöðrurnar rofni.

Loftbólurnar fara af stað og hefta blóðflæði og geta valdið svipuðum einkennum og heilablóðfall.

Loftbólurnar geta einnig leitt til hjartaáfalls. Blóðug froða getur myndast í munni, kafarinn getur upplifað erfiðleika með öndun, séð allt í þoku, fundið fyrir svima og jafnvægisleysi.  Getur fallið í yfirlið eða jafnvel hætt öndun og þá þarf að hefja hjartahnoð.

Hvað er til ráða ef vart verður við köfunarveiki?

Alla jafna er ástæða til þess að hringja í neyðarlínu 112 þegar köfunarveiki verður vart. Ef súrefni er á staðnum þá á að gefa kafaranum súrefni sem nemur 15 lítrum á mínútu þar til hjálp berst.

Í öllum tilvikum ætti að fá mat læknis á ástandi kafarans. Í flestum tilvikum fara menn á sjúkrahús í afþrýstiklefann sem stjórnað er af sérfræðilæknum.

Ýmislegt getur haft áhrif á að fólk sé útsettara fyrir köfunarveiki (DCS). Aldur, hlutfall líkamsfitu, mikil áreynsla, veikindi eða sjúkdómar, ofþornun, neysla áfengis daginn fyrir köfun, mikill kuldi í köfuninni eða heitt bað (sturta) strax eftir köfun.

Þú getur lært meira um köfunarveiki á PADI Rescue námskeiðinu, PADI Open Water námskeiðinu og EFR skyndihjálparnámskeiði Marbendils köfunarskóla.

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad