Margir velta því fyrir sér hvort einhver munur sé á öryggisstoppi (safety stop) og afþrýstistoppi (deco stop).

Einfalda svarið er nei. Bæði stoppin miðað að því að losa líkamann við uppsafnað nitur (nitrogen) úr líkamanum. Því minna af gasi sem er í líkamanum þegar upp er komið því minni líkur á einkennum köfunarveiki. 

Helsti munurinn er þó að kafara ber skylda til þess að taka afþrýstistoppið sé kafað fram yfir leyfilegan botntíma. Þannig getur hann komið í veg fyrir einkenni köfunarveiki . 

Öryggisstopp er ekki skylda

 Með því að taka þriggja mínútna stopp á fimm metrum þá dregur þú úr líkunum á mögulegum einkennum köfunarveiki. Þetta á við um allar hefðbundnar sportkafanir.

Öryggis- og afþrýstistopp miða við það að vera á sama dýpi í ákveðinn tíma

Köfunartölvan segir þér á hvaða dýpi þú átt að taka öryggisstopp og í hvað langan tíma.

Reglur um öryggis og afþrýstistopp

Ef þú ert ekki með köfunartölvu og kafar eftir köfunartöflu með botntímamæli þá gildir:

  • Að ef farið er fram yfir leyfilegan botntíma um minna en 5 mínútur þarf að taka 8 mínútna stopp á 5 metrum. Yfirborðstími á milli kafanna skal vera 6 tímar. 
  • Að ef farið er fram yfir leyfilegan köfunartíma um meira en 5 mínútur þarf að taka öryggisstopp í 15 mínútur á 5 metrum. Eða eins lengi og loft dugar. Yfirborðstími á milli kafana er 24 tímar. 

Flestar köfunartölvur læsast í 24 tíma í “error mode” ef kafari nær ekki að klára öryggisstoppið af einhverjum ástæðum. Köfunartölvan er því góður mælikvarði á það hvenær hægt er að kafa aftur. 

Með broti á reglu um öryggisstopp eykur kafarinn líkurnar á köfunarveiki og getur með því stofnað lífi sínu í hættu. 

Sleppi kafari öryggisstoppi til dæmis vegna slæms flotjafnvægis ætti hann EKKI að fara niður aftur og klára öryggisstoppið. Í þeim aðstæðum er betra að anda að sér hreinu súrefni. Fylgjast með ástandi og leita á bráðamóttöku ef einkenna verður vart. 

Lengd og dýpt köfunar skiptir máli. Því lengri eða dýpri sem köfunin er því meiri hætta er á einkennum köfunarveiki. Þess vegna er góð regla að taka öryggisstopp á leið sinni upp úr öllum köfunum. Og láta líða góðan yfirborðstíma á milli endurtekinna kafana sama daginn. 

Athugið að köfunarveiki getur verið margslungin og því á ALLTAF að hafa samband við bráðamóttöku vakni grunur um að kafari sé með einkenni köfunarveiki. Því fyrr sem gripið er inní því meiri líkur eru á fullum bata. 

Ef þú vilt vita meira um köfunarveiki þá mælum við með PADI Rescue námskeiðinu. 

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad