Botntími er sá tími sem er talinn frá því að þú byrjar köfun þar til uppstig hefst. 

  • Hann er háður dýpi og er styttri eftir því sem kafað er dýpra.
  • Botntími segir í raun hvað þú mátt vera lengi í kafi, án þess að þurfa að taka sérstakt afþrýstistopp á leiðinni upp.

Heildarköfunartíminn er sá tími talinn frá því að þú byrjar köfun þar til henni er lokið.

Botntími – dæmi

  • Tölvan sýnir að á 18 metrum eigir þú 56 mínútna köfunartíma.
  • Þú ákveður að nýta 40 mínútur.  
  • Þegar þú kemur upp á 10 metra þá sýnir köfunartölvan að þú eigir enn þá meira en klukkutíma í köfunartíma.
  • Þetta stafar af því að köfunartölvurnar reikna uppsöfnun nitrogen (niturs) á raundýpi.

Tölvan veit að á 10 metrum mátt þú kafa í 219 mínútur.  

Að teknu tilliti fyrri tíma reiknar tölvan hvað þú átt mikinn tíma eftir í heildina miðað við nýjar forsendur.

Hún gefur þér nýjan hámarksbotntíma.

Botntími – margar dýptir í sömu köfun

Köfunartölvurnar reikna með uppsöfnuninni þegar tekin er ein köfun á mismunandi dýpi.

Þegar kafað er á mismunandi dýpi í sömu köfuninni skal alltaf kafa dýpst fyrst og minnka svo dýpið eftir því sem dregur á botntímann.

Botntími og öryggisstopp

Flestar köfunartölvur bjóða upp á að stilla tölvuna á 3 mínútna öryggisstopp á 5 metrum.

Öryggisstoppið er notað til þess að:

  • “afgasa” líkamann af nitrogeni 
  • draga úr líkum á að fá köfunarveiki

Þótt líkurnar séu litlar á köfunarveiki er gott að venja sig á þetta öryggisstopp.

Það þarf ekki að stoppa köfunina heldur er átt við að maður haldi sig á sama dýpi í 3 mínútur.

Nokkrir staðir hér við land hafa náttúrlegt öryggisstopp á leiðinni til baka úr köfun.

Þeir eru á 5 metra dýpi og það tekur að minnsta kosti 3 mínútur að synda að landi.

Allar kafanir í PADI köfunartöflunni eru miðaðar við svo kallað beint uppstig.

Það þýðir í raun að:

  • reiknað er með því að hægt sé að fara upp á yfirborð á hraðanum 18 metrar á mínútu án þess að stoppa og “afgasa” sig sérstaklega.

Það er þó æskilegra að taka öryggisstoppið ef kafanirnar hafa verið langar eða djúpar og botntími nýttur til fulls.

Ef þú vilt læra meira um köfunartölvur, köfunartöflur og botntíma hafðu þá samband.

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.