Þrýstijafna þarf grímu, þurrgalla og eyru.

Ef ekki er þrýstijafnað getur myndast mar undir húð á augnsvæði og líkama. Hljóðhimna getur sprungið í eyrum.

Þrýstijöfnun grímu 

Gríman er þrýstijöfnuð með því að anda einu sinni út með nefinu.

Gríman þarf að liggja þétt að andlitinu í upphafi köfunar en hún á ekki að vera strekkt.

 • Ef gríman er of strekkt þá getur verið erfitt að þrýstijafna hana
 • Ef gríman er of strekkt getur hún byrjað að leka

Þrýstijöfnun þurrgalla

Við upphaf köfunar þarf að hleypa lofti úr þurrgallanum til þess að byrja að sökkva. Það gerum við með því að hafa útstreymisventilinn á gallanum opinn.

Þegar byrjað er að sökkva þá fer gallinn að þrengja mikið að. Þá þarf að þrýstijafna með því að hleypa lofti inn í gallann. Ef það er ekki gert þá “vacum” pakkast líkaminn. Mar getur myndast á húð.

Lofti er hleypt inn um innstreymisventilinn á gallanum.

Gott getur verið að loka útstreymisventlinum fljótlega eftir að komið er undir yfirborð. Það kemur í veg fyrir að loft streymi úr gallanum ef kafarinn er í lóðréttri stöðu í niðurstigi.

Þegar líður undir lok köfunarinnar og uppstig hefst er hægt að opna ventilinn aftur.

Margir kafa alltaf með opinn eða hálf opinn útstreymisventil.

Hægt er að stjórna flæðinu á ventlinum handvirkt og hleypa lofti út um hann með því að ýta á miðju ventilsins. Kafarinn getur því sjálfur stjórnað því lofti sem hann hleypir út ef ventillinn er ekki opinn.

Fyrir byrjendur í köfun er best að hafa ventilinn opinn. Það er nóg annað að hugsa um.

Þrýstijöfnun eyrna

Þrýstijöfnun eyrna getur stundum reynst erfið.

 • Blása þarf mjúklega út í eyrun eða losa um þrýsting með kjálkanum
 • Best er að byrja að þrýstijafna strax á yfirborði
 • Halda því áfram af mýkt og með jöfnu millibili þar til köfunardýpi er náð

Ef þrýstijöfnun tekst ekki og sársauki byrjar að myndast þarf að minnka þrýstinginn:

 • með uppstigi

Örlítið minna dýpi dregur úr þrýstingi. Ef ekki gengur að þrýstijafna þrátt fyrir minna dýpi er best að hætta við köfunina.

Hafið í huga:

 • Þrýstijöfnun á að vera áreynslulaus
 • Blásið oft og mjúklega út í eyrun
 • Ekki bíða eftir að sársauki myndist og blása þá kröftuglega

Kröftugur blástur getur leitt til þess að áverkar komi á hljóðhimnuna. Þeir áverkar geta verið óafturkræfir.

Notkun á nefspreyi

Ef notað er nezeril eða annað nefsprey vegna kvefs þá er mögulegt að þú getir þrýstijafnað á leiðinni niður.  Á leiðinn upp getur þú lent í svo kölluðu “reverce blocking” .

Þetta gerist þegar eyrun, sem venjulega þrýstijafna sig sjálf á leiðinni upp gera það ekki. Revers blocking getur valdið miklum sársauka. Ef ekki er stoppað og farið neðar getur hljóðhimnan sprungið.

Hafið í huga:

 • Það er ekki æskilegt að kafa þegar kafari er kvefaður
 • Ekki nota nefúða til þess að komast í kaf

Ef hljóðhimna springur í kafi eða við mikinn misþrýsting í eyrum (nærð að þrýstijafna annað eyra en ekki hitt) getur allt byrjað að hringsnúast í kafi. Það myndast svo kallað “vertigo”.

Kafarinn getur átt í erfiðleikum með að átta sig á hvað snýr upp og hvað niður. Kafarinn getur fundið fyrir ógleði.

Ef misþrýstingur myndast á niðurleið er mögulegt að minnka dýpið. Fara aðeins upp og prófa að þrýstijafna. Ef það gengur ekki þá þarf að  hætta við köfunina.

Kafari  í “vertigo” sem áttar sig ekki á því hvort hann er á leið upp eða niður getur sett aðeins loft í vestið. Þannig tryggir hann að hann sé frekar á uppleið en niðurleið, hafi hann verið í flotjafnvægi þegar vandræðin byrjuðu.

Á PADI Open Water námskeiðinu lærir þú um þrýstijöfnun.  

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.