Ef öndunarbúnaður bilar þá bilar hann oftast opinn. Það verður fríflæði lofts.

Fríflæðið getur myndast:

  • í fyrsta stiginu, þrýstijafnaranum
  • í öðru stiginu, aðal- eða varalunga.

Fríflæði í öndunarbúnaði er ekki hættulegt ef kafari kann að bregðast við því.

Flest lungu er hægt að hafa uppí sér áfram þótt þau fríflæði. Undnatekning eru Poseidon lungu sem eru með meiri þrýstingi á slöngunum. Það er ekki gott að hafa þau upp’í sér ef þau fríflæða. Með þau þarf að halda lunganu við munninn og taka loft “sopa”. 

En hvers vegna fríflæða lungun?

  • Þau geta verið vanstillt og þarfnast þjónustu
  • Þau henta ekki við íslenskar aðstæður, ís myndast inni í þeim
  • Sandur eða önnur óhreinindi hindra lokun
  • Kafarinn andar of hratt og ís myndast 
  • Munnstykið snýr upp á lunganu, til dæmis þegar hoppað er útí (varalunga).

Fleiri ástæður geta einnig orsakað fríflæði svo sem bilaðir O-hringir. 

Hvað er til ráða ef það fríflæðir í miðri köfun?

Nýliðar í köfun:

  • Láta félagann vita. Enda köfunina og fara upp á fyrirborð í eðlilegu uppstigi á hraðanum 18 metra á mínútu eða hægar. Munið að fylgjast að á leiðinni upp. Setja loft í vestið uppi á yfirborði. Skrúfa fyrir kút. 
  • Fá lánað varalunga hjá félaganum. Enda köfunina í eðlilegu uppstigi á hraðanum 18 metrar á mínútu eða hægar. Skrúfa fyrir kút þegar búið er að ná flotjafnvægi á yfirborði. 

Vanir kafarar: 

  • Fá lánað varalunga hjá félaganum. Skrúfa fyrir kút neðansjávar. Bíða í 20-40 sekúndur. Opna þá fyrir aftur. Oftast er þá hætt að fríflæða. Athugið að ef skrúfað er fyrir kútinn er ekki hægt að setja loft í galla. Mikilvægt er að vera í góðu flotjafnvægi. Kanna loftbirgðir. Ljúka köfun ef loft er ekki nægilegt til þess að halda áfram. 

Ef öndunarbúnaður er ítrekað að fríflæða í köfun þá er best að láta þjónustuaðila stilla hann og yfirfara. Vel stilltur búnaður sem gerður er fyrir íslenskar aðstæður á ekki að fríflæða. Jafnvel þótt sjórinn/vatnið sé ekki nema núll °C. 

Mikilvægt er að velja öndunarbúnað sem hentar hér við land. 

Fríflæði öndunarbúnaðar er æft á PADI Open Water byrjendanámskeiðinu. 

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.