Sem betur fer má rekja tiltölulega fá slys í köfun til bilunar á búnaði. En verði bilun í búnaði þá tengist hún oftast:

  • bilun í öndunarbúnaði og/eða
  • ventlinum í rananum á flotvestinu eða þurrgallanum

Bæði tilvikin má stundum rekja til þess að slöngur orðnar gamlar.

Raundæmi frá DAN um slöngur.

DAN  tryggingafélag kafara segir frá atviki þar sem kafari lenti í vandræðum vegna slöngu. Kafarinn fær ekki loft í gengum öndunarbúnaðinn sem skyldi. Hann lítur á þrýstimælinn og sér að enn er nóg loft á kútnum. Hann gefur félaga sínum merki um að hann sé loftlaus. Félaginn lætur hann hafa varalunga og þeir enda köfunina. 

Við nánari skoðun á búnaði kom í ljós að innan í slönguna hafði sest gulur kristall sem hindraði loftflæði. Slangan var dæmigerð mjúk slanga (flex). Kafarinn hafði einungis notað hana í nokkur ár. Slangan leit út fyrir að vera heil og var ekkert slitin. 

Stíflun í slöngu

Við nánari rannsókn hefur komið í ljós að svona stífla er ekki einangrað tilvik þessa kafara. Aðrir kafarar í heitum löndum hafa einnig sagt frá þessu. Einhverjir framleiðendur hafa fengið tilkynningar um þetta.  Og nú eru frekari rannsóknir í gangi vegna þessa. 

Kenningar eru um að þessir kristallar myndist við það að loftið inni í slöngunni hitni og kólni á víxl. Þetta gerist þegar búnaður er til dæmis í sólinni fyrir köfun og fer svo í kaldan sjóinn. Með endurteknum hitabreytingum myndast þessi kristall. Á endanum þá heftir hann loftflæðið og slangan stíflast. 

En sem komið er hafa þessi tilvik einungis verið tilkynnt frá „heitum löndum”.  En full ástæða er til að segja frá þessu þar sem sumir kjósa að ferðast ekki með eigin búnað í köfunarferðir. Þar af leiðandi geta þeir hugsanlega lent í aðstæðum eins og kafarinn sem DAN segir frá.

Hvernig er hægt að þekkja þetta?

Það er hægt að finna hvort kristallar hafi myndast íinni í slöngunni með því að beygja hana til. Slangan á að vera mjúk og engin fyrirstaða á að vera inni í henni. Ef það kemur hljóð eins og þú sért að brjóta brjóstsykur inni í slöngunni þá er líklega kristall inni í henni. Athugið að þetta er algengara vandamál með “miflex” eða aðrar sambærilegar mjúkar slöngur. Það eru ekki dæmi um þetta með stífari gúmmí-slöngur. 

Hvenær þarf að skipta um slöngu?

Það þarf alltaf að skipta um slöngu þegar það er farið að sjá á henni slit eða að útbungur eru farnar að myndast.  Hafið í huga:

  • Þegar ytra birgði slöngu er í lagi þá þýðir það ekki að innra birgði sé það
  • Nýlegar slöngur sem hafa innra lagið úr hitaþolnu plasti (thermoplastic) geta verið viðkvæmar fyrir tæringu (“miflex” eða sambærilegar)
  • Allar slöngur hafa takmarkaðan „líftíma”
  • Innra lag slangna sem fóðraðar eru með thermoplastic virðast safna kristöllum í hitabeltis umhverfi
  • Ef einhver grunur er um minnkað loftflæði, látið þá skoða slönguna eða skiptið henni út
  • Kannið ykkar slöngur með því að kreista þær á milli fingranna hún á ekki að leggjast saman
  • Ef það er einhver fyrirstaða eða útbunga þá skiptið um slöngu
What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad