ÖRYGGI OG GÆÐI

 • Köfunarskólinn setur öryggi og gæði í fyrirrúm.
 • Við metum getu og hæfni nemenda og miðum kennslu við þá.
 • Okkar markmið er að:
  • nemendum líði vel í skólanum
  • nemendur verði góðir kafarar
  • hafa gaman í skólanum
  • nemendur haldi áfram að kafa með okkur
Marbendill köfunarskóli. Á myndinni má sjá Önnu Maríu yfirkennara í sjónum við Arnarstapa.

Þetta erum við

Köfunarskólinn hefur á að skipa reynslumiklum kennurum. Við elskum að sjá árangur hjá nemendum.

Marbendill köfunarskóli. Anna María á yfirborði sjávar í köfunarbúnaði

Anna María Einarsdóttir

PADI MSDT, Yfirkennari og framkvæmdastjóri

Anna María lærði að kafa haustið 2006 og heillaðist algjörlega. Hún tók PADI kennsluréttindi í köfun árið 2009. Hún hefur MSDT réttindi (Master Scuba Diving Trainer). Önnu Maríu finnst skemmtilegast að kafa í skipsflök. Hún hefur verið virkur þátttakandi í Sportkafarafélagi Íslands. Hún stofnaði köfunarskólann árið 2016 eftir að hafa verið einyrki í köfunarkennslunni til fjölda ára. Anna er með AIDA 2 fríköfunarréttindi og PADI Tech Rec 50 réttindi. Árin 2016, 2017 og 2018 fékk hún „PADI Elite Instuctor Award“ fyrir framlag sitt til köfunarkennslu.Viðurkenning PADI til Önnu Maríu Einarsdóttur köfunarkennara.

Haukur Dive Master.

Haukur Einarsson

Dive Master og „skipper“

Haukur lærði að kafa í febrúar 2007. Hann á að baki yfir eittþúsund kafanir. Haukur hefur verið ötull við að aðstoða nýliða í sínum fyrstu köfunum. Hann hefur einnig aðstoðað við kennslu og kennt Discover Scuba Diving og PADI ReActivate. Hauki þykir mjög gaman að fara í bátakafanir. Hann er skipstjóri á Tuðrunni, gúmmíbáti köfunarskólans. Haukur gengdi formannsstöðu í Sportkafarafélagi Íslands frá 2011-13 og 2014-2017 við góðan orðstír. Haukur er með AIDA 2 fríköfunarréttindi.

Marbendill köfunarskóli. Sigríður Lárusdóttir kafari á yfirborðinu.

Sigríður Lárusdóttir

PADI Instructor og PADI Freedive Instructor

Sigga lærði köfun árið 2012 og hefur helgað sig sjónum síðan. Hún tók Dive Master hjá Önnu Maríu árið 2016. Sigga tók PADI kennsluréttindi hjá Divewise á Möltu í maí 2017. Þar tók hún einnig réttindi til að kenna á þurrgalla, djúpköfun, nitrox, flakaköfun og meðhöndlun og umhirðu á búnaði. Sigga er með PADI kennsluréttindi í fríköfun. Hún er fyrsti íslenski kennarinn til að ná þeim áfanga að vera með kennsluréttindi í köfun og fríköfun. Hún hefur auk þess að starfa með Marbendli köfunarskóla starfað með Free Dive Iceland.  

Þór Heiðar Ásgeirsson með myndavél á yfirborði sjávar.

Þór Heiðar Ásgeirsson

Dive Master og sjávarlíffræðingur

Þór Heiðar Ásgeirsson lærði köfun árið 2012.Hann á að baki hátt í fimmhundruð kafanir. Hann tók Dive Master námið hjá Önnu Maríu og hefur aðstoðað hana við kennslu. Þór hefur kennt Discover Scuba Diving og PADI Reactivate. Hann er menntaður sjávarlíffræðingur og hefur verið ötull við að fræða kafara um lífríki sjávar. Þór er virkur þátttakandi í Sportkafarafélagi Íslands og gegndi formannsstöðu þar 2013-2014 við góðan orðstír. Hann hefur aðstoðað fjölda nýliða við sínar fyrstu kafanir.

VANTAR ÞIG AÐSTOÐ VIÐ VAL Á BÚNAÐI?

Köfunarskólinn aðstoðar nemendur við val á búnaði hvort sem þeir fjárfesta í nýjum eða notuðum búnaði. Hafðu samband.

 • Okkur er ekkert óviðkomandi þegar kemur að sportköfun.
 • Setjum fagmennsku í fyrirrúm.
 • Við viljum stuðla að útbreiðslu köfunar hér á landi.
 • Undraveröld undirdjúpanna er okkar veröld.
 • Miðlum okkar þekkingu.
 • Við hreinlega elskum að kafa.
 • Þegar við erum ekki að kenna köfun þá erum við að kafa sjálf.

Við val á köfunarskóla er gott að líta til virkni starfsmanna í köfun.

 • Við köfum og köfum.
 • Miðlum þeirri þekkingu sem við höfum.
 • Við stundum rannsóknarvinnu.
 • Tökum neðansjávarljósmyndir og vídeó.
 • Köfum með nýliðum í okkar frítíma þeim að kostnaðarlausu.
 • Við köfum allt árið.

Okkar sýn er að vera með besta og öflugasta köfunarskóla landsins.

 • Við kennum sportköfurum.
 • Menntum atvinnuleiðsögukafara.
 • Leiðbeinum rannsóknarköfurum.
 • Við viljum veg köfunar sem mestan hér við land.