PADI Discover Scuba Diving forskóli

 

Fæ ég köfunarréttindi eftir PADI Discover Scuba námskeið?

PADI Discover Scuba Diving veitir ekki köfunarréttindi.

 • Hentar vel þeim sem vilja bara prófa að kafa.
 • Er góður grunnur fyrir PADI Open Water byrjendanámskeiðið okkar.
 • Frábært fyrir fjölskyldur með börn 13 ára og eldri.  
 • Hentar sem hópefli.
 • Skemmtilegt upphaf gæsa/steggja- og óvissuferða*.

Ath! *Neysla áfengis / vímuefna er bönnuð fyrir köfun og einstaklingum vísað frá ef grunur er um brot á þeirri reglu. Námskeiðgjald er ekki endurgreitt verði nemendum vísað frá vegna neyslu áfengis / vímuefna. 

 

Hópur prófar að kafa á Discover Scuba Diving námskeiði.

Nemendur og kennari í PADI Discover Scuba Diving forskólanum.

Áhersla er lögð á öryggi og skemmtun. Allir nemendur fá viðurkenningarskjal.

Nánar um PADI Discover Scuba Diving forskólann

Verð námskeiðs er kr. 19.900.- 

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Hópafsláttur 10% ef bókað er fyrir þrjá eða fleiri á sama námskeið.

Innifalið í verði er:

 • Kennslugögn.
 • Kennsla.
 • Aðgangsgjald í sundlaug.
 • Leiga á köfunarbúnaði.
 • Viðurkenningarskjal.

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði eða mæti ekki. 

Hámarksfjöldi nemenda er 8 í Discover Scuba Diving.

Nemendur í PADI Discover Scuba Diving forskólanum læra um búnað og öndun neðansjávar.

Kafað er í sundlaug undir handleiðslu PADI atvinnukafara.

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent PADI Discover Scuba Diving bækling.

Námskeiðið tekur um 1,5 klukkustund.

 • Könnun á þekkingu.
 • Búnaður, samsetning og notkun.
 • Köfun í sundlaug, flot og frjáls tími.

Hentar þetta námskeið þér?

Ef þú ert í einhverjum vafa hafðu þá samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.

 • Vera 13 ára eða eldri.
 • Vera í góðu líkamlegu formi.
 • Kunna að synda og líða vel í vatni.
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.
 • Ekki vera barnshafandi.

Í Discover Scuba Diving er lítið námsefni.

 • Allt námsefni PADI er á ensku.
 • Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur.
 • Þess vegna höfum við boðið upp á útdrátt námsefnis á íslensku.

Discover Scuba Diving - prufuköfunarnámskeið

[yop_poll id=“1″]