PADI Rescue Diver – Björgunarkafari
Hvað get ég gert með PADI Rescue Diver réttindi?
Með PADI Rescue Diver réttindi getur þú tekiðþátt í björgun á köfunarstað undir handleiðslu reyndari björgunaraðila /kafara.
- Greint streitueinkenni hjá köfurum fyrir og eftir köfun
- Veitt fyrstu hjálp í köfunarslysum eða atvikum
- Greint og brugðist við vandamálum hjá kafara bæði á yfirborði og neðansjávar
- Skipulagt og framkvæmt björgun á yfirborði og neðansjávar
- Stýrt björgun og virkjað óreyndari kafara
- Veitt upplýsingar til lækna og lögreglu
- Gefið súrefni á köfunarstað
- Greint og brugðist við skaða vegna sjávarlífvera.
- Skráð þig á PADI Dive Master námskeið
- Fengið skráningu sem Master Scuba Diver (ef 5 specialty námskeiðum er náð)

Æfing á súrefnisgjöf.
Nemendur læra stjórnun á aðstæðum og viðbrögð við óvæntum uppákomum neðansjávar og á yfirborði sjávar.
Margir kafarar telja PADI Rescue Diver námskeiðið vera eitt besta námskeiðið sem PADI býður upp á. Nemendur læra um frávik sem geta komið upp í köfun og hvernig er hægt að bregðast við þeim.
Æfingar eru bæði í sundlaug og í sjó. Hópurinn vinnur þétt saman að öllum verkefnum.
Nánar um PADI Rescue Diver námskeiðið
Verð námskeiðs er kr. 79.900.-
Greitt er fyrir námskeið við skráningu.
Lágmarksfjöldi nemenda í hverju námskeiði er 4.
Innifalið í verði er:
- Kennslugögn
- Kennsla
- PADI skírteini
Ekki innifalið í verði:
- Leiga á köfunarbúnaði
- Akstur á köfunarstað
ATH!
Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. Ekki er hægt að færa hluta námskeiðs yfir á annað námskeið.
Hvernig fer þetta fram?
Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Rescue Diver eða lykilorð á PADI e-Learning.
Dagur 1: (8 tímar)
- Bóklegt próf og yfirferð fyrir þá sem ekki taka próf á netinu
- Æfingar í sundlaug
- Reynslusögur
Dagur 2: (6 tímar)
- Æfingar í sjó
Er þetta námskeið fyrir þig?
Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband við okkur.
- Hafa lokið Navigation köfun og tveimur öðrum köfunum úr PADI Advanced Open Water námskeiðinu
- Þarft að vera með skyndihjálparréttindi yngri en 2 ára gömul*
- 17 ára eða eldri
- Vera í góðu líkamlegu formi.
- Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði
- Ekki vera barnshafandi
ATH! Þeir sem ekki hafa gild skyndihjálparréttindi geta tekið skyndihjálparnámskeið samhliða þessu námskeiði. Nemendur sem taka bæði námskeiðin fá veglegan afslátt af skyndihjálparnámskeiðinu.
- Allt námsefni PADI er á ensku
- Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur því eru fyrirlestrar fyrir þá sem geta ekki nýtt sér námið á ensku
[yop_poll id=“1″]