Started on 19. mars, 2024

PADI Dry Suit – Þurrgallanámskeið

Þurrgallaréttindi

Með þurrgallaréttindum getur þú kafað í þurrgalla bæði á Íslandi og í útlöndum

Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum

Þú getur fengið leigðan þurrgalla

Skráð þig á PADI Advanced Open Water framhaldsnámskeið

Skráð þig á önnur PADI Specialty námskeið

Skráð þig í PADI ReActivate samhliða þessu námskeiði ef þú hefur ekki kafað mjög lengi

PADI Dry Suit þurrgallanámskeið henta vel köfurum sem lært hafa köfun í heitum sjó í útlöndum

Upplifðu ævintýri undirdjúpanna við Íslandsstrendur. Mörgum köfurum finnst skemmtilegra að kafa hér við land en erlendis

Nánar um þurrgallanámskeiðið

Verð námskeiðs er kr. 59.900.-

Greitt er fyrir námskeið við skráningu

Þeir sem skrá sig á PADI Dry Suit geta skráð sig samhliða á ReActivate upprifjunarnámskeið

Innifalið í verði er:

Tvær kafanir

Öll Kennsla

PADI skírteini

Leiga á köfunarbúnaði á kennsludögum

Ekki innifalið í verði:

Akstur á köfunarstað (5.000 kr)

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.

Fyrirkomulag

Námskeiðið tekur einn heilan dag eða tvo dagparta:

Nemendur greiða námskeiðsgjald

Verkleg kennsla á virkni þurrgalla og farið yfir hvað er í boði ásamt fleiru áður en farið er í vatn/sjó

Köfun 1: æfingar með flotjöfnun og stjórn á galla

Köfun 2: full stjórn á flotjöfnun með galla

Frágangur á búnaði

Ef námskeið er tekið að vetri til þá mögulega þarf að nota tvo daga sökum takmarkaðrar dagsbirtu.

Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220

Forkröfur

Er PADI Dry Suit – þurrgallanámskeið fyrir þig?

Vera með PADI Open Water skírteini eða annað sambærilegt og viðurkennt köfunarskírteini

17 ára eða eldri

Vera í góðu líkamlegu formi

Kunna að synda og líða vel í vatni

Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði

Ekki vera barnshafandi

Námsefni

Á þessu námskeiði er ekki lesefni, þess í stað fer kennarinn yfir all sem þarf áður en farið er í vatn

Öll kennsla fer fram á íslensku (eða ensku ef þess þarf)

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.

AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.