PADI Dry Suit – Þurrgallanámskeið

Þurrgallaréttindi

PADI Dry Suit Specialty skírteini veitir þér þurrgallaréttindi.

Með þurrgallaréttindum getur þú kafað í þurrgalla bæði á Íslandi og í útlöndum.

 • Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum
 • Þú getur fengið leigðan þurrgalla 
 • Skráð þig á PADI Advanced Open Water framhaldsnámskeið 
 • Skráð þig á önnur PADI Specialty námskeið
 • Skráð þig í PADI ReActivate samhliða þessu námskeiði
Marbendill köfunarskóli Dry suit námskeið. Kafari stekkur af bryggju ofan í sjó.

Kafarar í þurrgöllum gera sig klára fyrir köfun.

PADI Dry Suit þurrgallanámskeið henta vel köfurum sem lært hafa köfun í heitum sjó í útlöndum. 

Upplifðu ævintýri undirdjúpanna við Íslandsstrendur. Mörgum köfurum finnst skemmtilegra að kafa hér við land en erlendis. 

Nánar um þurrgallanámskeiðið

Verð námskeiðs er kr. 59.900.- 

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Þeir sem skrá sig á PADI Dry Suit geta skráð sig samhliða á ReActivate upprifjunarnámskeið.

Innifalið í verði er:

 • Kennslugögn
 • Kennsla
 • PADI skírteini
 • Leiga á köfunarbúnaði á kennsludögum

Ekki innifalið í verði:

 • Akstur á köfunarstað

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. 

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Dry Suit Specialty kennslubók.

Heildartími námskeiðs með heimalærdómi er um 12 stundir. 

Dagur 1: (8-10 tímar).

 • Yfirferð námsefnis
 • Verkleg kennsla á virkni þurrgalla
 • Stutt prufuköfun í sundlaug (eða í sjó/vatni ef veðrið er gott)
 • Köfun 1: æfingar með flotjöfnun og stjórn á galla
 • Köfun 2: full stjórn á flotjöfnun með galla
 • Frágangur á búnaði
 • Áfylling á loftkúta

Ef námskeið er tekið að vetri til færist það alla jafna á tvo daga sökum takmarkaðrar dagsbirtu. 

Er PADI Dry Suit – þurrgallanámskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.

 • Vera með PADI Open Water skírteini eða annað sambærilegt og viðurkennt köfunarskírteini
 • 17 ára eða eldri
 • Vera í góðu líkamlegu formi
 • Kunna að synda og líða vel í vatni
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði
 • Ekki vera barnshafandi
 • Allt námsefni PADI er á ensku
 • Öll kennsla fer fram á íslensku 
 • Nemendur sem lesa ekki ensku fá fyrirlestra á íslensku

[yop_poll id=“1″]