PADI Deep Diver- Djúpköfunarnámskeið

Hvað get ég gert með PADI Deep Diver Specialty réttindi?

PADI Deep Diver skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa niður á 40 metra dýpi.

 • Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum.
 • Sem félagsmaður í Sportkafarafélagi Íslands kafað niður á 40 metra í köfunarferðum félagsins. 
 • Farið í  djúpköfun hér heima og erlendis.
 • Skráð þig á PADI Tech 40 framhaldsnámskeið.
 • Tekið fleiri PADI Specialty námskeið.
 • Farið á PADI Nitrox námskeið til þess að lengja botntímann.
Deep diving Anna María í góðu floti

Fullkomið flotjafnvægi þarf að hafa í djúpköfun.

 

Nemandi á PADI-Deep Diver námskeiði þarf að hafa gott vald á flotjöfnun.

Nánar um PADI Deep Diver djúpköfunarnámskeið

Verð námskeiðs er kr. 69.900.- 

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Innifalið í verði er:

 • Kennslugögn
 • Kennsla
 • PADI skírteini

Ekki innifalið í verði:

 • Akstur á köfunarstað
 • Leiga á köfunarbúnaði
 • Bátsferð (kostar 5.000 kr. – tvær kafanir)

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. 

Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði eru 4.

Nemendur greiða námskeiðsgjald. Afhent eru kennslugögn PADI Deep Diver djúpköfunarnámskeiðsins. 

Áætlaður tími á námskeiði 24 stundir með heimalærdómi.

PADI Deep Diver veitir réttindi til að kafa niður á 40 metra.  Þrátt fyrir það er ekki kveða reglur PADI á um að kafa ekki niður fyrir 30 metra á námskeiðinu. 

Dagur 1: 

 • Bókleg yfirferð og verkefnaskil
 • Undirbúningur og köfunarplan
 • Tvær kafanir á milli 18 og 30 metra
 • Endurgjöf á hæfni

Dagur 2: 

 • Undirbúningur og köfunarplan
 • Tvær kafanir á milli 25 og 30 metra
 • Endurgjöf á hæfni

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.

 • Hafa lokið að minnsta kosti þremur af fimm köfunum í PADI Advanced Open Water framhaldsnámskeiðinu.
 • Vera 17 ára eða eldri.
 • Hafa gott flotjafnvægi.
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.
 • Ekki vera barnshafandi.
 • Allt námsefni PADI er á ensku

[yop_poll id=“1″]