Started on 18. apríl, 2024

PADI Rescue Diver – Björgunarkafari

Með PADI Rescue Diver réttindi getur þú tekiðþátt í björgun á köfunarstað undir handleiðslu reyndari björgunaraðila /kafara.

Greint streitueinkenni hjá köfurum fyrir og eftir köfun

Veitt fyrstu hjálp í köfunarslysum eða atvikum

Greint og brugðist við vandamálum hjá kafara bæði á yfirborði og neðansjávar

Skipulagt og framkvæmt björgun á yfirborði og neðansjávar

Stýrt björgun og virkjað óreyndari kafara

Veitt upplýsingar til lækna og lögreglu

Gefið súrefni á köfunarstað

Greint og brugðist við skaða vegna sjávarlífvera.

Skráð þig á PADI Dive Master námskeið

Fengið skráningu sem Master Scuba Diver (ef 5 specialty námskeiðum er náð)

Æfing á súrefnisgjöf.

Nemendur læra stjórnun á aðstæðum og viðbrögð við óvæntum uppákomum neðansjávar og á yfirborði sjávar.

Margir kafarar telja PADI Rescue Diver námskeiðið vera eitt besta námskeiðið sem PADI býður upp á. Nemendur læra um frávik sem geta komið upp í köfun og hvernig er hægt að bregðast við þeim.

Æfingar eru bæði í sundlaug og í sjó. Hópurinn vinnur þétt saman að öllum verkefnum.

Nánar um PADI Rescue Diver námskeiðið

Verð námskeiðs er kr. 79.900.-

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Lágmarksfjöldi nemenda í hverju námskeiði er 4.

Innifalið í verði er:

Kennslugögn

Kennsla

PADI skírteini

Ekki innifalið í verði:

Leiga á köfunarbúnaði (15.000)

Akstur á köfunarstað (5.000)

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. Ekki er hægt að færa hluta námskeiðs yfir á annað námskeið.

Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220

Fyrirkomulag

Hvernig fer þetta fram?

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Rescue Diver eða lykilorð á PADI e-Learning sem þeir klára áður en haldið er áfram í verklega hlutan

Dagur 1:

Æfingar í sundlaug

Reynslusögur

Dagur 2: (6 tímar)

Æfingar í sjó

Forkröfur

Er þetta námskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband við okkur.

Hafa lokið Navigation köfun og tveimur öðrum köfunum úr PADI Advanced Open Water námskeiðinu

Þarft að vera með skyndihjálparréttindi yngri en 2 ára gömul*

17 ára eða eldri

Vera í góðu líkamlegu formi.

Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði

Ekki vera barnshafandi

ATH! Þeir sem ekki hafa gild skyndihjálparréttindi geta tekið skyndihjálparnámskeið samhliða þessu námskeiði. Nemendur sem taka bæði námskeiðin fá veglegan afslátt af skyndihjálparnámskeiðinu.

Námsefni

Allt námsefni PADI er á ensku og á netinu

What's your reaction?
2Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.

AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.