PADI Peak Performance köfunarnámskeiðið er miðað að því að þú náir fullkominni stjórn á flotjafnvægi.
Réttindin gera þeir kleift að taka þátt í PADI Deep Diver námskeiðinu.
Þú öðlast meira sjálfstraust.
Loftnotkun verður betri með góðu flotjafnvægi.
Með góðu flotjafnvægi og nægu lofti verður þú hæfari til að takast á við verkefni neðansjávar.
Myndataka verður auðveldari í góðu flotjafnvægi.
Þú getur áhyggjulaust tekið öryggisstopp á hvaða dýpi sem er.
Getur stoppað, flotið og skoðað án þess að tapa flotjafnvæginu.
Fullkomið flotjafnvægi. Peak Performance Buoyancy.
Nemandi á PADI Peak Performance námskeiðinu lærir að ná betri stjórn á niður-og uppstigi. Nemendur nýta sér öndun til að stýra flotbreytingum. Myndataka neðansjávar verður betri ef flotjafnvægi er gott.
Nánar um köfunarnámskeiðið
Verð námskeiðs er kr. 59.900.-
Greitt er fyrir námskeið við skráningu.
Innifalið í verði er:
Kennslugögn.
Kennsla.
PADI skírteini.
Ekki innifalið í verði:
Leiga á köfunarbúnaði.f (15.000)
Akstur á köfunarstað. (5.000)
Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.
Fyrirkomulag
Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Peak Performance Buoyancy.
Hægt er að klára námskeiðið á einum degi
2x kafanir.
Flotæfingar ásamt fleiru
Flotæfingar og hang.
Forkröfur
Er þetta námskeið fyrir þig?
Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband.
17 ára eða eldri.
Handandhafi PADI Open Water skírteinis. (Eða sambærilegs skírteinis frá öðrum viðurkenndum köfunarsamtökum).
Vera í góðu líkamlegu formi.
Kunna að synda og líða vel í vatni.
Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.
Ekki vera barnshafandi.
Námsefni
Allt námsefni PADI er á ensku og á netinu