Project Description

 • PADI Open Water – byrjendanámskeið er hægt að taka eitt og sér eða í framhaldi af PADI Discover Scuba Diving forskólanum.

 • Miðað er við að nemendur séu orðnir 17 ár.
 • Undantekningar eru gerðar á aldursmörkum fyrir unglinga niður í 12 ára aldur ef markmið foreldra er að kafa með börnum sínum erlendis.
 • Open Water – byrjendanámskeið er kennt af kennurum skólans.
 • Nemendur þurfa að standast bóklegan hluta og verklegan hluta til þess að fá PADI Open Water köfunarskírteini.
 • Námið veitir réttindi niður að 18 metra dýpi.
 • Open Water byrjendanámskeiðið er forsenda þess að taka PADI Advanced Open Water (30 metra réttindi).
 • Með PADI Open Water réttindi er hægt að skrá sig í fjölmörg PADI Specialty námskeið.
 • Hægt er að bæta við PADI Dry Suit Specialty gegn hóflegri greiðslu.
 • Auka köfun er bætt við PADI Open Water námskeiðið ef tekin eru þurrgallaréttindi samhliða því.

Hvað getur þú gert með Open Water réttindum?

Með PADI Open Water réttindum getur þú planað köfun og kafað með öðrum köfunarfélögum með sömu eða sambærileg réttindi.

Þú getur kafað með félögum úr Sportkafarafélagi Íslands og tekið þátt í starfsemi þeirra.

Köfun með öðrum sportköfurum er góð leið til þess að öðlast færni eftir Open Water byrjendanámskeið.

Þú lærir undirstöðuatriðin á PADI Open Water byrjendanámskeiðinu en að því loknu er mikilvægt að æfa sig til þess að ná góðum tökum á köfuninni. Því eins og með allt annað þá nær maður ekki góðri hæfni nema að æfa sig.

Æfingin skapar meistarann

Góðir kafarar verja hluta hverrar köfunar til þess að æfa til dæmis:

 • „frog-kick“,
 • flot án hreyfingar
 • stýringu á uppstigi

Það gerir þá tilbúna til þess að takast sífellt á við erfiðari verkefni eins og til dæmis myndatökur neðansjávar. Kafarar sem æfa sig reglulega og halda áfram að taka námskeið ná meiri færni.  

Þeir geta ef þeir óska skapað sér starf í köfun sem köfunarleiðsögumaður eða köfunarkennari.

Það gera þeir með áframhaldandi ástundum og fleiri námskeiðum.