Project Description

Night Diving skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa eftir sólsetur.

 • Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum.
 • Þú getur kafað, ákveðið og skipulagt köfun að kvöldi til eftir sólsetur.
 • Kafað næturköfun á ferðalögum í útlöndum með viðurkenndum köfunarþjónustu aðilum. 
 • Þú kynnist nýrri hlið á lífríki sjávar.
 • Sérð fiska sofa með opin augu. 
 • Skoðað lífverur sem einkum eru á ferðinni að nóttu til. 

Hvað er svona skemmtilegt við næturköfun?

Eitt skemmtilegasta við þetta námskeið er að sjá dýralífið. Margar sjávarlífverur leita í ljósið frá köfurunum. Oft er hægt að taka góðar myndir af þeim. Fiskar koma oft mjög nálgægt köfurum. Margir hafa náð stórkostlegum myndöndum. Það þarf ekki endilega að fara svo langt frá landi til þess að upplifunin verði frábær. 

Hvaða búnað þarf í næturköfun?

Næturköfun krefst góðs undirbúnings. Réttur búnaður skiptir máli. Eitt aðalljós og annað ljós til vara er lágmarks ljósabúnaður. Gott getur verið að hafa tvö ljós til vara. 

Merkiljós á kút er þægilegt að vera með. Það eykur líkurnar á að félagar fyrir aftan kafarann sjái hann. 

Á mörgum köfunarstöðum þarf að vera með merkiljós í landi. Það auðveldar köfurum rétta leið að landi ef þeir þurfa að synda á yfirborði.

Er þetta night diving námskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband.

Nemendur verða að hafa lokið að skylduköfunum úr PADI Advanced Open Water námskeiðinu.  

Auk þess: 

 • Vera 17 ára eða eldri.
 • Ekki vera myrkfælnir.
 • Vera í góðu líkamlegu formi.
 • Kunna að synda og líða vel í vatni.
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu.
 • Ekki vera barnshafandi.

Nemendur sem velja næturköfun á Advanced námskeiðinu geta fengið hana metna í þessu námskeiði.