Project Description

PADI Navigation námskeiðið stuðlar að auknu sjálfsöryggi með betri rötun í kafi.

 Navigation námskeiðið stuðlar að auknu öryggi í kafi. 

  • Þú eykur sjálfstraust þitt með því rata um köfunarstaðinn. 
  • Lærir að taka mið og nýta þér náttúrlega staðhætti til rötunar.
  • Kafar með línuhjól. 
  • Þú lærir að leiða köfun með góðu köfunarplani.

Hvað læra nemendur?

Rifjuð er upp notkun á áttavita fyrir fyrri Navigation köfunina.

Nemendur spreyta sig á notkun áttavita í kafi. Þeir nýta einnig náttúrlega staðhætti til að rata. 

Kafað er eftir köfunarplani. Notast er við teikningu á köfunarstað. Nemendur leiða síðari köfunina og skissa upp köfunarstað að lokinni köfun.

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum sem lokið hafa PADI Open Water byrjendanámskeiði.