Project Description

Ice diving – ísköfun er ekki fyrir alla.

Ice Diving Specialty er mjög krefjandi námskeið og hentar ekki öllum.

Sökum þess hversu PADI Ice Diving Specialty er krefjandi eru nemendur valdir inn á þetta námskeið.

Tekið er mið af reynslu, áreiðanleika og viðhorfi nemenda til köfunar.

Nemendur sem sækja um að komast í PADI Ice Diving Specialty verða að hafa fullkomna stjórn á flotjafnvægi. Þeir þurfa að:

 • Sýna yfirvegun.  
 • Hafa góða dómgreind við lausn vandamála.
 • Fylgja í öllu þeim reglum sem settar eru í köfun hvað varðar budy-teymi og budy check.

Allir nemendur þurfa að eiga og kunna á sinn eigin köfunarbúnað. Búnaðurinn þarf að virka og hafa fengið góða þjónustuskoðun. 

Nemendur:

 • Synda töluverða vegalengd með free flow.
 • Leggja línur og kafa með línuhjól.
 • Merkja leiðir út.
 • Kafa með auka kút og nota hann.

Nemendur þurfa að hafa eigin tryggingu frá DAN eða öðrum sambærilegum tryggingarfélögum kafara.

Fyrirkomulag á Ice Diving námskeiði

Ice Diving Specialty-Ísköfunarnámskeiðið er virkilega krefjandi námskeið sem samanstendur af:

 • Æfingum í laug.
 • Köfunum í vatni.
 • Köfun undir ís.

Nemendur þurfa auk hefðbundins köfunarbúnaðar að eiga eða hafa aðgang að eftirtöldum búnaði: 

 • Línuhjól sem er að minnsta kosti 40 metrar.
 • Tvö ljós. – Aðal- og varaljós.
 • Auka kútur 7-11 lítra (stage kútur).

Allur búnaður þarf að vera yfirfarinn og í lagi við upphaf námskeiðs.

Nemendur sem taka námskeiðið þurfa að gera sér fulla grein fyrir því að:

 • Beint uppstig er ekki mögulegt í ísköfun.
 • Ísköfun áhættusöm.
 • Mikilvægt er að virða allar reglur og fara eftir þeim í einu og öllu.

Nemendur sem ekki fara eftir tilmælum er vísað af námskeiði. Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ef nemanda er vísað af Ice Diving námskeiði.

Nemendum er ekki vísað af námskeiði nema:

 • að kennari telji hegðun þeirra eða viðhorf geta skaðað nemanda eða samnemendur.

Af augljósum ástæðum er námskeiðið er eingöngu kennt þegar Þingvallavatn hefur lagt.