Project Aware námskeið í umhverfisvitund
Project Aware, veitir það réttindi?
Project Aware námskeiðið er ekki réttindanámskeið. Þátttakendur fá staðfestingu á þátttöku sinni og viðurkenningarskjal.
- Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að fræðast enn frekar um neðansjávarlífríki.
- Hentar þeim sem hafa áhuga á aukinni umhverfisvitund.
- Fræðst er um helstu ógnir og hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að bæta umgengni.
- Kostir og gallar köfunarferðamennsku ræddir.
- Fræðst er um aðgerðarplön og hvaða tól og tæki henta minni hreinsunarverkefnum.
- Nemendur koma upp með verkefni og skipuleggja það.

Þessir kafarar fundu stól í sjónum!
Aukin umhverfisvitund er mikilvæg. Kafarar geta lagt sitt af mörkum. Til dæmis tekið „tiltektarköfun“ og tekið rusl úr fjörum.
Nánar um Project Aware námskeið
Verð námskeiðs er kr. 19.900.-
Greitt er fyrir námskeið við skráningu.
Innifalið í verði er:
- Kennslugögn.
- Fyrirlestrar.
- Kaffi / Te.
ATH!
Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.
Hvernig fer þetta fram?
Lágmarks þátttökufjöldi á Project Aware er átta manns.
Engar kafanir eru í námskeiðinu heldur er það byggt á fyrirlestrum.
Dagur 1: (4 tímar).
- Fyrirlestrar
- Vinnustofa
- Umræður
Nemendur eru virkir í umræðu. Þeir koma með tillög að einu verkefni sem auðvelt er að framkvæma. Nemendur gera verkefnislýsingu og framkvæmdarplan. Þátttakendum er í framhaldinu frjálst að framkvæma planið.
Er þetta námskeið fyrir þig?
Engar forkröfur eru í þessu námskeiði. Allir geta tekið þátt.
- Námsefni er bæði á íslensku og ensku.