PADI Open Water byrjendanámskeið

Hvað get ég gert með PADI Open Water réttindi?

PADI Open Water skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa með öðrum köfunarfélaga niður á 18 metra dýpi.

 • Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum.
 • Þú getur því fengið leigðan köfunarbúnað.
 • Fengið áfyllingu á köfunarloftkúta.
 • Samhliða útgáfu skírteinis verður þú hluti af PADI samfélaginu.
 • Padi samfélagið er stærsta samfélag kafara í heimi.
 • Þú getur kafað ákveðið og skipulagt köfun með köfunarfélaga.
 • Tekið þátt í köfunarferðum með Sportkafarafélagi Íslands (að því gefnu að þú gangir í félagið).
 • Farið í köfunarferðir til útlanda.
 • Skráð þig á PADI Advanced Open Water framhaldsnámskeið.
 • Farið á PADI Specialty námskeið.
 • Skráð þig í PADI ReAcrivate ef hlé er gerð á köfun í langan tíma.
Byrjendanámskeið PADI Open Water. Nemandi með kennara. Marbendill köfunarskóli.

Æfing á niðurstigi.

Nemandi á PADI-Open Water byrjendanámskeiði æfir niðurstig. Hér heldur hann í línu. Það auðveldar honum að stjórna hraða.

Margir finna fyrir óöryggi þegar byrjað er að kafa. Það er eðlilegt. Nemendur auka hæfni sína jafnt og þétt á námskeiðinu. 

Við leggjum áherslu á að nemendum líði vel í köfununum. Með einstaklingsmiðaðri nálgun viljum við kalla fram það besta hjá nemandanum. Við viljum að allir nemendur nái góðri tækni á námskeiðunum okkar. 

Nánar um PADI Open Water byrjendanámskeið

Verð námskeiðs er kr. 109.900.- 

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Innifalið í verði er:

 • Kennslugögn.
 • Kennsla.
 • PADI skírteini.
 • Leiga á köfunarbúnaði á kennsludögum.

Ekki innifalið í verði:

 • Ef nemendur ná ekki að uppfylla lágmarks viðmið og þurfa aukatíma umfram kennslufyrirkomulag PADI  er greitt kr. 9.900.- fyrir hvern auka dag.
 • Akstur á köfunarstað.
 • Akstur á köfunarstað kostar kr. 1.000.-
 • Nemendur verða að gera ráð fyrir því að þurfa að koma sér sjálfir á köfunarstað.

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. 

Hvernig fer þetta fram?

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Open Water eða lykilorð á PADI e-Learning.

Hámarks fjöldi nema á hverju námskeiði eru fjórir.

Dagur 1: (6-8 tímar).

 • Bóklegt próf og yfirferð fyrir þá sem ekki taka próf á netinu.
 • Búnaður, samsetning og notkun.
 • Þurrgalli, meðhöndlun og notkun.
 • Köfun í sundlaug, æfingar og flot.
 • Frágangur á búnaði.
 • Fyllt loft á kúta.

Dagur 2: (6-8 tímar).

 • Búnaður, samantekt, samsetning og notkun.
 • Fyrsta köfun.
 • Yfirborðs æfingar.
 • Önnur köfun.
 • Frágangur búnaðar.
 • Fyllt loft á kúta.

Dagur 3: (6-8 tímar).

 • Búnaður, samantekt, samsetning og notkun.
 • Þriðja köfun.
 • Yfirborðs æfingar.
 • Fjórða köfun.
 • Frágangur búnaðar.
 • Fyllt loft á kúta.

Er þetta námskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband. 

 • 17 ára eða eldri.
 • Vera í góðu líkamlegu formi.
 • Kunna að synda og líða vel í vatni.
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.
 • Ekki vera barnshafandi.
 • Allt námsefni PADI er á ensku.
 • Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur.
 • Þess vegna höfum við boðið upp á útdrátt námsefnis á íslensku.

[yop_poll id=“1″]