PADI Enriched Ari- Nitrox námskeið
Hvað get ég gert með PADI Enriched Air - Nitrox réttindi?
Með Nitrox réttindi getur þú lengt hámarks botntíma þinn í kafi.
- Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum
- Þú getur fengið Nitrox áfyllingu á kútana þína
- Minni yfirborðsbiðtími er á milli kafanna
- Lengri botntími
- Minna þreytt/ur eftir kafanir
- Getur skráð þig á PADI Emergency Oxigen Provider námskeiðið okkar

Kafað með Nitrox í Sidemount uppsetningu kúta.
Með Nitrox réttindum getur þú fengið súrefnisríkara loft pressað á kútinn þinn. Þannig getur þú hægt á mettun og lengt botntíma í köfun.
Nánar um námskeiðið
Verð námskeiðs er kr. 18.500.- einungis bóklegt
Verð námskeiðs er kr. 34.900.- með köfun með kennara
Greitt er fyrir námskeið við skráningu.
Innifalið í verði er:
- Kennslugögn á netinu
- Köfun (ef valið er með köfun)
- PADI skírteini
Ekki innifalið í verði:
- Akstur á köfunarstað
- Leiga á köfunarbúnaði
ATH!
Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.
Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn.
Námskeiðið er eingöngu bóklegt en hægt er að bæta við köfun með kennara gegn greiðslu.
Heildartími námskeiðs er um 18 tímar með heimalærdómi.
Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.
- Hægt er að taka þetta námskeið samhliða öllum okkar námskeiðum líka byrjendanámskeiði
- Ef byrjendanámskeið er tekið samhliða þá er skírteini gefið út eftir að PADI Open Water skírteini er gefið út
- Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði
- Allt námsefni PADI er á ensku
- Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur
- Þess vegna höfum við boðið upp á útdrátt námsefnis á íslensku
[yop_poll id=“1″]