PADI Under Water Navigation köfunarnámskeið

 

Hvað öðlast ég með PADI Under Water Navigation réttindum?

PADI Navigation námskeiðið stuðlar að auknu sjálfsöryggi með betri rötun í kafi.

 • Með Navigation námskeiðinu eykur þú öryggi þitt í köfun.
 • Þú eykur sjálfstraust þitt með því rata um köfunarstaðinn. 
 • Lærir að taka mið og nýta þér náttúrlega staðhætti til rötunar.
 • Kafar með línuhjól. 
 • Þú lærir að leiða köfun með góðu köfunarplani.
Navigation- Rötun í kafi. Kafari í gjá. Marbendill köfunarskóli.

Rötun í kafi.

 

Nemendur á Under Water Navigation námskeiði spreyta sig á notkun áttavita í kafi. Þeir nýta einnig náttúrlega staðhætti til að rata. 

Nánar um PADI Under Water Navigation köfunarnámskeið

 

Verð námskeiðs er kr. 79.900.- 

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Innifalið í verði er:

 • Kennslugögn.
 • Kennsla.
 • PADI skírteini.

Ekki innifalið í verði:

 • Leiga á köfunarbúnaði. 
 • Akstur á köfunarstað.
 • Akstur á köfunarstað kostar kr. 1.000.-
 • Nemendur verða að gera ráð fyrir því að þurfa að koma sér sjálfir á köfunarstað.

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. 

Hvernig fer þetta fram?

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Under Water Navigation. 

Dagur 1: (6-8 tímar).

 • Yfirferð verkefna
 • Upprifjun á notkun áttavita
 • Köfunarplan
 • Köfun

Dagur 2: (6-8 tímar).

 • Köfunarplan
 • Tvær kafanir

Er þetta námskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband.

 • Vera með PADI Open Water skírteini eða sambærilegt skírteini frá öðrum köfunarsamtökum.
 • 17 ára eða eldri.
 • Vera í góðu líkamlegu formi.
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.
 • Kunna að synda og líða vel í vatni.
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu.
 • Ekki vera barnshafandi.
 • Allt námsefni PADI er á ensku.
 • Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur.
 • Þess vegna höfum við boðið upp á útdrátt námsefnis á íslensku.

[yop_poll id=“1″]