PADI Dive Master – Atvinnukafaranám.

Hvað get ég gert með PADI Dive Master atvinnukafararéttindi?

Dive Master réttindi eru atvinnukafararéttindi.  Þú getur sótt um atvinnuköfunarskírteini F,hjá Samgöngustofu. Skírteinið veitir lögbundin réttindi til leiðsögu-og yfirborðsköfunar með ferðamenn.

 • Með réttindunum getur þú getur starfað á eigin vegum sem leiðsögukafari
 • Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum sem fyrsta stig atvinnuköfunarréttinda í sportköfun
 • Námskeiðið er lykillinn að frekari atvinnumennsku í köfun
 • Samhliða útgáfu skírteinis verður þú hluti af PADI Pro samfélaginu
 • Leiðbeint í PADI ReActivate upprifjunar námskeiðinu
 • Stjórnað PADI Discover Scuba Diving námskeiðinu* 
 • Skráð þig á PADI Assistand Instructor forstig kennsluréttinda

*Aðeins nemendur sem taka þátt í kennslu með köfunarkennara á meðan á námi stendur. Þátttaka í kennslu er ekki skylda.  Mælt er með að nemendur taki þátt í kennslu til þess að öðlast reynslu í stjórnun.

Dive Master námskeið. Nemandi aðstoðar við kennslu í þjálfun til að fá atvinnuköfunarréttindi.

Kennari leiðir nemanda í fyrstu köfun.

Nemendur fá tækifæri til að aðstoða köfunarkennara á PADI byrjenda- og framhaldsnámskeiðum. 

Atvinnukafaranám er lykill að ævintýralegu og skemmtilegu starfi um allan heim. 

Undir leiðsögn öðlast nemendur hæfni og þekkingu sem nýtist þeim í leik og starfi.  Þetta námskeið er góður grunnur fyrir frekari atvinnuköfunarréttindi í sportköfun jafnt sem annarri atvinnuköfun.

Nánar um PADI Dive Master atvinnukafaranám.

Heildarverð Dive Master námsins er kr. 369.900.-

Atvinnuleiðsögukafaranám er eitt ódýrasta réttindanám sem völ er á og veitir lögvernduð starfsréttindi hér á landi.

Láttu ekki plata þig til að vinna upp í námskeiðið og kaupa kennslugögnin sjálf/ur.

Kostnaður við kennslugögn og skráningu DM réttinda eru rúmlega 1/3 námskeiðsgjaldsins. 

Greitt er fyrir námskeiðið við skráningu. 

Innifalið í verði er:

 • PADI Dive Master Crew Pack kennslugögn
 • PADI e-Learning aðgangur
 • PADI skráningargjald Dive Master réttinda
 • Stuðningur við PADI e-Learning prógram
 • Öll verkleg kennsla í laug
 • Öll verkleg kennsla í sjó
 • Aðgangseyrir í laug
 • Aðgangseyrir í Silfru

Ekki innifalið í verði:

 • Greiðsla til PADI fyrir viðhald á Dive Master réttindum (um það bil kr. 15.000.- á ári)
 • Leiga á köfunarbúnaði

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði. 

Dive Master námið tekur að lágmarki 50 klukkustundir (8 daga).

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Dive Master og lykilorð á PADI e-Learning.

PADI Dive Master atvinnuleiðsögukafaranámið er sérsniðið að hverjum nemanda. 

Hluti náms fer fram á netinu í gengum PADI Dive Master e-Learning prógrammið. 

Nemendur fá tækifæri til að vera með kennara í kennslu. Það er val nemenda ekki skylda!

Ekki er ætlast til að nemendur inni af hendi vinnu fyrir köfunarskólann Marbendil á meðan á námskeiði stendur. 

Uppfyllir þú skilyrðin?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrðin.  Hafðu samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.

 • Vera 18 ára eða eldri
 • Hafa að lágmarki 40 skráðar kafanir við upphaf náms og að lágmarki 60 við útskrift
 • Vera handhafi fyrstu hjálpar og skyndihjálpar skírteinis ekki eldra en tveggja ára
 • Vera í góðu líkamlegu formi
 • Kunna að synda og líða vel í vatni
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði
 • Skila læknisvottorði
 • Ekki vera barnshafandi

Námsefni í Dive Master náminu.

 • Allt námsefni PADI er á ensku
 • Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur
 • Nemendur sem eiga erfitt með ensku fá fyrirlestra á íslensku

Ætlast er til þess að Dive Master nemar eigi eða hafi aðgang að öllum köfunarbúnaði á meðan á námi stendur. 

Staðalbúnaður DM nema er auk hefðbundins köfunarbúnaðar:

 • Köfunartölva
 • Áttaviti
 • Blástursgríma (úr Rescue námskeiði)
 • Köfunarhnífur
 • Köfunarskæri
 • Köfunarljós
 • Bauja (SMB)
 • Verkfæraveski

[yop_poll id=“1″]