PADI Advanced Open Water framhaldsnámskeið

 

Hvað get ég gert með PADI Advanced Open Water réttindi?

PADI Advanced Open Water skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa á 30 metra dýpi.

 • Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum
 • Þú getur því fengið leigðan köfunarbúnað
 • Fengið áfyllingu á köfunarloftkúta 
 • PADI samfélagið er stærsta samfélag kafara í heimi
 • Þú getur kafað ákveðið og skipulagt köfun með köfunarfélaga
 • Tekið þátt í köfunarferðum með Sportkafarafélagi Íslands (að því gefnu að þú gangir í félagið)
 • Farið í  köfunarferðir erlendis
 • Skráð þig á PADI Rescue námskeið
 • Tekið PADI Specialty námskeið
 • Skráð þig í PADI ReActivate ef langt er síðan þú kafaðir síðast
Framhjaldsnámskeið Advanced Open Water kafari í fullkomnu flotjafnvægi.

Fullkomið flotjafnvægi.

 

Nemandi á PADI-Advanced Open Water námskeiði æfir flotjafnvægi.  

Haldið er áfram með æfingu á tæknilegum atriðum.

Rétt öndun og „frog-kick“ æft. 

Nánar um PADI Advanced Open Water námskeið

Verð námskeiðs er kr. 99.900.- 

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Nemendur sem hafa tekið PADI Open Water byrjendanámskeið hjá Marbendli köfunarskóla fá 10% afslátt.

Innifalið í verði Advanced Open Water:

 • Kennslugögn
 • Kennsla
 • PADI skírteini

Ekki innifalið í verði:

 • Leiga á köfunarbúnaði
 • Akstur á köfunarstað
 • Bátaköfun kostar aukalega kr. 5.000.-(tvær kafanir sama dag)

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.

Hámarks fjöldi Advanced Open Water nemenda eru 4 á hverju námskeiði.

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn:

 • PADI Advanced Open Water bækur eða lykilorð á PADI e-Learning

Nemendur læra að hugsa eins og reyndari kafarar.

 • Þeir læra að sjá fyrir vandamál og læra að takast á við þau
 • Þægindaramminn er stækkaður
 • Tekist er á við nýjar áskoranir
 • PADI Advanced Open Water er skemmtilegt og fræðandi námskeið
 • Nemendur auka sjálfstraust sitt til köfunar á þessu námskeiði

Advanced Open Water, dagur 1: (6-8 tímar)

 • Yfirferð efnis fyrir þá sem ekki velja PADI e-Learning
 • Undirbúningur köfunar
 • Köfunarplan 1
 • Köfun 1 – áhersla að flotjöfnun
 • Mat á árangri
 • Köfunarplan 2
 • Köfun 2 – áhersla á áttavita og rötun
 • Mat á árangri
 • Frágangur
 • Loft pressað á kúta

Advanced Open Water, dagur 2: (6-8 tímar)

 • Undirbúningur köfunar
 • Köfunarplan 3
 • Köfun 3 – djúpköfun niður fyrir 25 metra en að hámarki 30 metra
 • Mat á árangri
 • Köfunarplan 4
 • Köfun 4 – val nemenda í samráði við kennara 
 • Mat á árangri
 • Frágangur
 • Loft pressað á kúta

Advanced Open Water, dagur 3: (6-8 tímar)

 • Köfunarplan 5
 • Köfun 5 – val nemenda í samráði við kennara 
 • Mat á árangri
 • Frágangur
 • Loft pressað á kúta

Mögulegt er að skipt sé á köfunum 3 og 5 ef mat kennara er að það henti nemendum betur.

Er Advanced Open Water fyrir þig?

Ert þú í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms?  Hafðu þá samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.

 • Vera með PADI Open Water skírteini eða sambærilegt skírteini frá viðurkenndum köfunarsamtöku 
 • Námskeiðið er fyrir 17 ára eða eldri
 • Vera í góðu líkamlegu formi
 • Kunna að synda og líða vel í vatni
 • Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði
 • Ekki vera barnshafandi

Námsefni Advanced Open Water námskeiðs.

 • Allt bóklegt námsefni PADI er á ensku
 • Á þessu námskeiði fá nemendur aðganga að PADI e-Learning
 • Þú tekur bóklega hlutann á netinu
 • Þú stjórnar sjálf/ur hraða námsins
 • Fyrirlestrar fyrir þá sem vilja heldur læra á íslensku og taka skriflegt próf