Started on 31. mars, 2023

PADI Ice Diver skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa undir ísilögðu vatni eða sjó.

Þetta námskeið krefst þess að þú hafir töluverða reynslu í köfun.

Hér er ýtarlegu köfunarplani fylgt.

Kafað er undir ís.

Námskeiðið hentar ekki köfurum með innilokunarkennd.

Góð flotjöfnun og er forsenda fyrir þátttöku.

Þú þarft hið minnsta að hafa lokið PADI Advanced Open Water námskeiðinu.

Kennari þarf að samþykkja þátttöku þína.

Köfun undir ísilögðu Þingvallavatni.

Nemendur læra að takast á við óvæntar aðstæður sem upp geta komið. Rifuð er upp reglan “Stoppa-hugsa-framkvæma”.

Nánar um ísköfunarnámskeiðið

Verð námskeiðs er kr. 129.900.-

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Innifalið í verði er:

Kennslugögn.

Kennsla.

PADI skírteini.

Ekki innifalið í verði:

Leiga á búnaði.

Akstur á köfunarstað.

Nemendur verða að gera ráð fyrir því að þurfa að koma sér sjálfir á köfunarstað.

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.

Fyrirkomulag

Hvernig fer þetta námskeið fram?

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Ice Diver.

Námskeiðið tekur um 24 klukkustundir.

Æfingar eru í sundlaug.

Kafanir eru þrjár og í fyrstu köfun er ekki farið undir ís.

Nemendur verða að hafa lokið PADI Advanced Open Water námskeiðinu.

Krafa er gerð um mjög góð tök á grunnatriðum.

Forkröfur

Er þetta námskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband.

Ísköfun er ekki fyrir alla. Margir reyndir kafarar fara aldrei í kafanir sem ekki hafa beint uppstig.

Í ísköfun er ekki beint uppstig.

Gott andlegt jafnvægi.

18 ára eða eldri.

Vera í góðu líkamlegu formi.

Kunna að synda og líða vel í vatni.

Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.

Ekki vera barnshafandi.

Námsefni

Allt námsefni PADI er á ensku.

Marbendill köfunarskóli leggur áherslu á aðgengi námsefnis fyrir alla nemendur.

Þess vegna höfum við boðið upp á útdrátt námsefnis á íslensku..

Fyrirvari

Ísköfunarnámskeiði ekki kennt öllum.

PADI Ice Diving Specialty er mjög krefjandi námskeið og hentar ekki öllum.

Sökum þess hversu PADI Ice Diving Specialty er krefjandi eru nemendur valdir inn á þetta námskeið.

Tekið er mið af reynslu, áreiðanleika og viðhorfi nemenda til köfunar.

Nemendur sem sækja um að komast í PADI Ice Diving Specialty verða að:

Hafa fullkomna stjórn á flotjafnvægi.

Sýna yfirvegun og góða dómgreind við lausn vandamála.

Fylgja í öllu þeim reglum sem settar eru í köfun hvað varðar budy-teymi og budy check.

Allir nemendur þurfa að eiga og kunna á sinn eigin köfunarbúnað.

Nemendur þjálfa að synda töluverða vegalengd með free flow.

Lært er að leggja línur og kafa með línuhjól.

Leiðir út eru merktar.

Nemendur læra að kafa með auka kút og nota hann.

Allir þurfa að hafa köfunartryggingu frá DAN eða öðrum sambærilegum köfunartryggingarfélögum.

Kennsla fer að miklu leyti fram í sundlaug og íslausu vatni. Að loknum æfingarköfunum í íslausu vatni verður kafað undir ísinn.

Nemendur þurfa að hafa aðgang að eftirtöldum búnaði fyrir Ice Diving Specialty námskeiðið:

Línuhjól sem er að minnsta kosti 60 metrar.

Tvö ljós: Aðal- og varaljós.

Auka kútur 7-11 lítra (stage kútur).

Allur búnaður þarf að vera yfirfarinn og í lagi við upphaf námskeiðs.

Nemendur sem taka námskeiðið þurfa að gera sér fulla grein fyrir því að beint uppstig er ekki mögulegt í ísköfun. Ísköfun er því áhættusöm. Mikilvægt er að virða allar reglur og fara eftir þeim í einu og öllu.

Nemendur sem ekki fara eftir fyrirmælum er vísað af námskeiði. Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ef nemanda er vísað af Ice Diving námskeiði.

Nemendum er ekki vísað af námskeiði nema:

að kennari telji hegðun þeirra eða viðhorf til þess fallna að skaða nemanda eða samnemendur.

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2023. All Rights Reserved.

AncoraThemes © 2023. All Rights Reserved.